Reiknum hraðar

Er reiknað á fingrum? Margföldun erfið?

  • Blogg
  • Skráning
  • Leiðbeiningar
    • Fylgiskjöl
  • Innskráning
    • Síðan mín

Skilmálar

Skilmálar okkar eru fáir og skýrir, við leggjum mikið upp úr góðum sambandi við viðskiptavini okkar.

Með því að kaupa áskrift að fjarnámskeiðum Betra náms fellst kaupandi/áskrifandi eftirfarandi skilmála.

Áskrift

Námskeiðið er áskriftarnámskeið. Í því felst að mánaðargjald er skuldfært af greiðslukorti kaupanda á 30 daga fresti (nema annað sé tekið fram) þar til hann óskar sjálfur eftir að ljúka áskrift.

Þjónusta

  • Strax við kaup á áskrift fær kaupandi sent notendaheiti og aðgangsorð í tölvupósti.
  • Einstaklingsáskrift er einungis ætluð til einkanota.
  • Foreldrum nægir að kaupa eina áskrift fyrir börn sín.
  • Óheimilt er að gefa öðrum upp aðgangsorðin.
  • Ef af einhverjum ástæðum má ætla að aðgangsorðin hafi komist í hendur annarra en þeirra sem rétt eiga á að nota þau, þá er þess óskað að haft sé samband við Betra nám tafarlaust og verða þá ný aðgangsorð send, ella áskilur Betra nám sér rétt til að loka aðgangi tafarlaust.

Uppsagnarákvæði

Kaupandi ber ábyrgð á því að segja upp áskrift, sem endurnýjast á 30 daga fresti þar til sagt upp.
Kaupandi segir upp áskrift sjálfur með því að skrá sig inn á vefinn og velja uppsögn.

Endurgreiðsluábyrgð

Kaupanda býðst að fá námskeiðið endurgreitt sé þess óskað innan 30 daga frá kaupum.
Engar undantekningar eru á þessari reglu.

Sterkasti hlekkurinn

Öflugur hugarreikningur og margföldun getur skipt sköpum í stærðfræðinámi barnsins þíns.

Ef þitt barn er orðið 10 ára, reiknar á fingrum og á erfitt með að læra margföldun, þá er Reiknum hraðar sérsniðið fyrir það.

Simple Social Icons Plugin

  • Email
  • Facebook

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og er stofnandi Betra nám.

Ég er með Diploma frá Alþjóðlegu Davis lesblindusamtökunum (DDAI), Diploma í dáleiðslu og Bsc. í tölvunarfræði.

Reiknum hraðar

Þjálfunarnámskeiðið verður til af illri nauðsyn. Þegar ég hafði hitt foreldra nemenda lýsa sama vandanum, ár eftir ár, ákvað ég að gera eitthvað eitthvað í málinu.

Eitthvað sem gerði foreldrum kleift að þjálfa börn sín heima, hvar og hvenær sem er. Þannig varð námskeiðið til og hefur þjónað hlutverki sínu vel og dyggilega undanfarin ár.

Betra nám

Frá árinu 2004 hefur Betra nám verið til staðar fyrir foreldra barna sem glíma við námsörðugleika.

Betra nám hefur unnið fyrir fjölda símenntunar- og fræðslumiðstöðva, s.s Mími símenntun, Hringsjá, Fræðslunet Suðurlands og fékk tilnefningu Fréttablaðsins árið 2006 fyrir framlag til æskulýðsmála.

Örlítið um mig

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og er stofnandi Betra nám.

Ég er með Diploma frá Alþjóðlegu Davis lesblindusamtökunum (DDAI), Diploma í dáleiðslu og Bsc. í tölvunarfræði.

- Kolbeinn Sigurjónsson

Copyright © 2025 · Epik on Genesis Framework · WordPress · Log in